edgar allan poe (svišsett mynd)

Hrafninn var þýddur yfir á íslensku af stórskáldinu Einari Ben. Einar leysir verkefniš af hendi á þann hátt aš varla er hægt aš setja nokkuš út á þaš. Verkiš er alls ekki á margra færi, enda er þaš byggt upp meš taktföstu inn- og endarími setur saman hrollvekjandi sögu sagša af stakri snilld. Viš höfum ekki fleiri orš um þetta hér, en bjóšum ykkur aš leggja ykkar eigiš mat á afrakstur vinnu Einars nokkurs Benediktssonar...


HRAFNINN í þýšingu Einars Ben.

Yfir mold sig mišnótt breiddi - mæddur krankur huga' ég leiddi
fyrri manna forn og kynleg - fræši ýms er ræktu þeir.
Höfgi mér á hvarma þægt sé - heyrist mér þá líkt og vægt sé
drepiš högg á dyrnar, hægt sé - drepiš léttum fingri. "Heyr.
Þaš er gestur," þuldi' ég lágt, - "viš þrepskjöld dyr aš knýja, heyr:
aškomandi, ekki meir."


Þetta var á Ýlisóttu - aldrei gleymi' ég þeirri nóttu
skaust um gólfiš skuggi hljótt - og skalf í glæšum arinfeyr.
Birtu þráši' ég; bætur réši - bók mín engin döpru geši.
Leónóru lífs míns gleši - lík til grafar báru þeir.
Hún meš englum ljósum lifir - ljúfa nafniš geyma þeir,
nafn sem menn ei nefna meir.


Skrjáfaši í skarlatstjöldum - skulfu kögur huldum völdum;
hrolli ollu, engu sinni - ášur kunnum, gnýir þeir.
Hjartslátt setti aš mér illan - og eg margtók til aš stilla' hann:
"Þetta er gestur. Gjörla vill hann - gengiš sé til dyra, heyr.
Seint á ferli er þar einhver - úti fyrir dyrum, heyr.
Ašeins þaš og ekki meir'."


óx mér þor, svo eg aš bragši - opnum dyrum sló og sagši:
"Eg biš, mašur eša kona - afsakanir mínar heyr.
Sannlega því svo er variš - sofna var eg, þá var bariš
og um huršu fingrum fariš - furšu léttir voru þeir;
naumast uršu högg á huršu - heyrš, svo léttir voru þeir." -
Aušn og myrkur, ekkert meir'!


Undrandi meš ógn í hjarta - út ég starši' í húmiš svarta;
draum þann fyrr ei dreyma þorši - daušlegan neinn jaršarleir.
Ríkti þögn í rökkurtómi - rofin engum minnsta hljómi.
Heiti eitt í hálfum rómi - hennar sem í moldum þreyr,
nefndi' ég milli næmra veggja - nafniš aftur kvášu þeir,
þetta eina orš, ei meir.


ég var sestur aftur inni - eldur brann í sálu minni,
er þá bariš öšru sinni - enn og nokkuš gleggra. "Heyr,
glugginn er þaš öllu heldur - aš ég hygg sem þessu veldur;
af því hann er illa felldur - ónáša mig brestir þeir.
Slášu hjarta hægt á mešan - hygg ég aš hvort smellir þeir
eru vindþot eša meir."


Opnum þá ég hlera hrindi - hoppar inn út næturvindi,
aldinn hrafn en blakkir breišir - berja loftiš vængir tveir.
Þessi hræfugl herralegi - húsrášanda kvaddi eigi
né eitt spor hann vék úr vegi - en vatt sér upp á mynd úr leir,
sem ég átti yfir dyrum - o'ná Pallasmynd úr leir,
settist upp og ekki meir.


ég var hryggur í þann tíma - og þó lá mér viš aš kíma
er ég krumma kæki leit, - svo kringilegir voru þeir.
"Þótt ei hamur þinn sé fagur, þú ert," - sagši' ég "ekki ragur.
Þašan, forn og furšu magur - fugl, þú komst, sem ljósiš deyr.
Greindu mér þitt hefšarheiti - heima þar, sem ljósiš deyr."
Innir hrafninn: "Aldrei meir."


Gól mér krákur orš í eyra - undrum sætir slíkt aš heyra,
þó aš lítil þýšing væri - í þessu svari: Aldrei meir.
Því menn játa, vil ég vona, - aš varla mašur eša kona
nokkur hafi séšan svona - sitja fugl á hvítum leir,
er sig nefndi "Aldrei meir".


Heyrši' ég orš úr hægum sessi - hann ei mæla fleiri' en þessi,
eins og hefši hinsta andvarp - hrafnsins veriš "Aldrei meir".
Hljóšur sat hann, hreyfšist varla - í hljóši mæli' ég þá aš kalla:
"Sá ég víkja vini alla; - vonir svíkja eins og þeir;
þessi fugl, hann fer á morgun - frá mér burtu eins og þeir."
Enn kvaš hrafninn: "Aldrei meir."


Forviša' ég á fuglinn horfši - féll þaš svar svo vel í orši;
"Eflaust," sagši' ég, "oršaforša - á ei meiri hrævageir.
Þetta' er mæšumanns af tungu - máltak lært í böli þungu,
sem þau orš í eyrum sungu - eltu líkt og skuggar tveir,
raunaoršin: Aldrei meir."


Þótt mig harmur bitur bíti - brosandi ég stólnum ýti
út aš dyrum; uppi lít ég - eira fugl á hvítum leir.
Læt mig svo í sæti detta - saman grun viš grun ég flétta:
"Til hvers mundi þylja þetta - þrámálugur vængjafreyr,
hvaš helst meina mun sá forni - myrki leiši vængjafreyr
meš þeim oršum: Aldrei meir?"


Leita ég aš sönnum svörum - sit og mæli' ei orš af vörum;
hvarmasteinar hvassir brenna - hrafns mér innst í brjósti tveir.
Mér aš silkisvæfli' ég halla - sinni þungu gátur fjalla;
geislar ljóss um flosiš falla, - frá mér lišna báru þeir
hana sem þar hvíldist fyrrum. Hún úr kaldri daušans eir
hverfur aftur - aldrei meir.


Finnst mér þá sem ilmker andi - angan þungri og loftiš blandi.
Segi' ég hátt: "Þar svifu' um gólfiš - serafim meš brugšinn geir.
Englum meš þinn herra hefur - hingaš sent þig krummanefur.
Fró og líkn sem friš mér gefur - fró og líkn mér bera þeir.
Teyga huggun harms og gleymdu - henni sem í moldum þreyr."
Innir hrafninn: "Aldrei meir."


"Spáfugl," sagši' ég, "fúli fjandi - fugls í líki, vondi andi,
hvort þér Satan hratt til strandar - hingaš eša næturþeyr,
kominn ertu' aš aušu landi - ógnum fylltu' í töfrabandi;
greiš þó andsvör óhikandi - einni spurning minni: Heyr,
er í Gileaš ennþá balsam? - ég biš spurning þessa heyr."
Innir hrafninn: "Aldrei meir."


"Spáfugl," sagši' ég, "fúli fjandi - fugls í líki, vondi andi,
særi ég þig viš himinhátign - hans sem djúpt viš lútum tveir.
Segšu mér hvort sorgum slegin - sálin þessi hinum megin
minu fá aš fašma mey er - fullsæl nú meš englum þreyr?"
Innir hrafninn: "Aldrei meir."


"Herm þau orš í hinsta sinni," - hrópa' ég þá í bræši minni;
"snúšu heim þars eilíf ýlir - eyšinótt í veikum reyr.
Enga fjöšur ég vil finna - enga minning lyga þinna;
burtu! lát mig einan inni - ólánsblakki hrævageir.
Tak þinn svip úr sálu minni - og svarta mynd af hvítum leir."
Innir hrafninn: "Aldrei meir."


Hrafninn situr, hrafninn situr, - hljóšur, kyrr og aldrei flytur
fyrir mínum augum er hann - yfir hurš á bleikum leir
líkur allri ógn og firnum - illri vætt meš köldum glyrnum;
geislar á hann glitra' og stirna - á gólfiš mynd hans bregša þeir.
En mín sál viš svarta skuggann - sem á gólfiš bregša þeir,
skilur aldrei - aldrei meir!


Atli Týr Ægisson. raven.
http://www.mmedia.is/~atlityr/raven.htm.
(skoðað 27. september 1999)

bakka


Þetta ljóš, The Raven, var ort út áriš 1845 - þaš er tališ vera frægasta verk Edgars Allans Poe fyrr og síšar og telja Bandaríkjamenn þaš yfirleitt til merkustu ljóša sinna.